Þann 15. september síðastliðinn lauk myndatökutímabili Loftmynda ehf. Myndataka gekk nokkuð vel þrátt fyrir fremur óhagstætt skýafar. Heildarflatarmál flugverkefna fyrirtækisins voru 12.600 ferkílómetrar.
Höfuðborgarsvæðið mælt í þrívídd
Undanfarin 23 ár hafa Loftmyndir ehf. tekið loftmyndir af Íslandi. Þetta árið var ákveðið að færa út kvíarnar og hefjast handa við að safna svokölluðum Lidar gögnum eftir að hefðbundinni loftmyndatöku lauk síðsumars. Lidar tækni gengur út á að búa til nákvæmt landlíkan með því…
Eyjar og sker við Ísland
Undanfarið hafa starfsmenn Loftmynda ehf. unnið að yfirferð á gagnasetti með eyjum og skerjum i grunni fyrirtækisins. Sú yfirferð hefur skilað sér í því að nú eru teiknaðar eyjar og sker við strendur Íslands tæplega 11,000 í stað um 3,500…
Samningur við Þjóðskrá Íslands
Þjóðskrá Íslands og Loftmyndir ehf. skrifuðu þann 21. febrúar 2013 undir nýjan samning um afnot Þjóðskrár af landfræðilegum gögnum Loftmynda ehf. Þar er bæði um að ræða myndkort af öllu landinu sem og vektor/rasta gögn sem kallast TK50. Þessi gögn…