Loftmyndir ehf.

Ný stafræn loftmyndavél tekin í gagnið hjá Loftmyndum ehf.

Loftmyndir hafa tekið í gagnið nýja stafræna loftmyndavél af gerðinni Vexcel UltraCam Falcon M2. Hún leysir af hólmi eldri filmuvél af gerðinni Zeiss RMK-Top. Nýja myndavélin hefur upplausnina 17 þúsund * 11 þúsund myndeiningar og auk litmynda tekur hún einnig innrauðar myndir, sem munu nýtast vel t.d. í gróður- og umhverfisrannsóknum.
Með fjárfestingu í þessari nýju myndavél geta Loftmyndir ehf. boðið viðskiptavinum sínum upp á nýjustu tækni í loftmyndatöku, þar sem allur tækjabúnaður er til reiðu innanlands og tilbúinn til notkunar með skömmum fyrirvara.
Nýja myndavélin hefur þegar farið í sitt fyrsta verkefni og má sjá hluta af þeim myndum hér.