Loftmyndir ehf.

Loftmyndaflug hefst senn

Um miðjan júlí mun flugtímabil Loftmynda ehf. hefjast og standa fram í lok ágúst. Eins og fram hefur komið þá fjárfesti fyrirtækið í nýrri Vexcel loftmyndavél í vor. Fyrsta myndatakan með þeirri vél hefur þegar farið fram er Teigskógur var myndaður í lágflugi í vor. Sú myndataka heppnaðist vel og gefur góð fyrirheit um gæði mynda og landlíkans sem vélin skilar. Starfsfólk Loftmynda ehf. vonar því, eins og flestir Íslendingar, að það rætist úr veðri og ský hverfi á braut. Hér að neðan má sjá myndir af þeim svæðum þar sem búið er að skipuleggja flug. Ólíklegt er að allt miðflug náist, en gott er að hafa mikið planað víða um land til að nýta þau færi sem veðrið bíður uppá hverju sinni. Áhersla er lögð á að ná því lágflugi sem planað er.

Flugáætlun Loftmynda ehf. - Lágflug

Lágflug

Flugáætlun Loftmynda ehf. - Miðflug

Miðflug