Loftmyndir ehf.

Filmu- og kontaktmyndasafn Loftmynda ehf. til varðveislu hjá Þjóðskjalasafni Íslands

Loftmyndir ehf. og Þjóðskjalasafn Íslands hafa gert samkomulag um varðveislu loftmyndasafns Loftmynda ehf. Í safninu eru allar loftmyndafilmur og kontaktmyndir sem Loftmyndir ehf. hafa tekið frá upphafi. Safnið spannar árin 1996 til 2016 og eru í því litmyndir af öllu landinu, utan Vatnajökuls, ríflega 52 þúsund myndir.

Öllum notendum Þjóðskjalasafns verður heimilt að fá myndir og filmur til skoðunar á lestrarsal Þjóðskjalasafns. Höfundarréttur Loftmynda ehf. er samkvæmt gildandi lögum, þannig að engar takmarkanir verða á afnotarétti að liðnum 30 árum frá tökudegi hverrar myndar.

Loftmyndir ehf. fagna þessu samkomulagi, því það tryggir að mikilvægum sögulegum gögnum er komið í öruggt skjól og að aðgangur almennings að myndasafninu er tryggður.

Óafsfjörður 1996