Loftmyndir ehf.

Loftmyndaflugi sumarið 2017 lokið

Flugtímabili Loftmynda ehf. lauk þann 1. september síðastliðinn. Eins og undanfarin ár var myndað úr Partenavia P68  flugvél Garðaflugs ehf.

Óhætt er að segja að sjaldan hafi myndataka gengið betur en nú. Starfsmenn Loftmynda voru 115 tíma á lofti og tóku yfir 21 þúsund loftmyndir eða um 20 Tb af gögnum. Þessar myndir þekja u.m.þ. 30.000 ferkílómetra.

Stafræn Vexcel Ultra Cam Falcon Mark2 myndavél Loftmynda ehf. skilar bæði litmyndum og innrauðum myndum í betri gæðum en áður hefur þekkst hér á landi.

Loftmyndaflug 2017