Loftmyndir ehf.

Stór skriða á Svínafellsjökli

Loftmyndir ehf. hafa tekið loftmyndir af Íslandi undarfarin 22 ár og á því fyrirtækið stórt safn mynda og landupplýsinga. Um þessar mundir erum við að klára að vinna myndir sem teknar voru síðasta sumar. Eins og oft áður rekumst á staði þar sem ásýnd landsins hefur breyst. Eitt af því sem við sjáum töluvert af eru skriðföll um allt land sem sjást á nýjum myndum hverju sinni, en voru ekki þegar myndað var einhverjum árum áður.

Skriða á Svínafellsjökli. Dökka svæðið á myndini er skriðan, umþb. 3 km á lengd. Mynd tekin 2017

Síðasta sumar tókum við mikið af myndum af Suðurlandi, meðal annars af Svínafellsjökli. Á þeim myndum sést að stór skriða hefur fallið fram á jökulsporðinn og borist fram með honum. Þessi skriða sést á myndum okkar frá 2013 en ekki á myndum frá 2003 eða gögnum Veðurstofunnar frá 2011. Þannig að ljóst er að skriðan hefur fallið einhvern tíma milli áranna 2011 og 2013. Stærð skriðunnar er u.þ.b. 6 milljón rúmmetrar skv. okkar útreikningum.

Það er ekki síður áhugavert að við sjáum á þessum sömu myndum, frá árunum 2013 og 2017, að sprungur eru að breikka og lengjast í suðvesturátt í framhaldi af svæðinu sem skriðan fékk úr. Það gæti verið vísbending um að þarna muni falla fleiri skriður. Við mældum sumar þessara sprungna yfir 4 metra breiðar og þær hafa bæði stækkað og lengst töluvert á þessum 4 árum.

Þrívíddarmynd unnin úr loftmyndum og hæðarlíkani gerð eftir myndum teknum sumarið 2017. Brúnu línurnar eru teiknaðar inn af Loftmyndum og sýna sumar af sprungunum.

Þrívíddarmynd unnin úr loftmyndum og hæðarlíkani gerð eftir myndum teknum sumarið 2017. Brúnu línurnar eru teiknaðar inn af Loftmyndum og sýna sumar af sprungunum.

Myndkort gert eftir myndum teknum sumarið 2017. Brúnu línurnar eru teiknaðar inn af Loftmyndum og sýna sumar af sprungunum.