Loftmyndir ehf.

Skriðuhlaup í Hítardal

Þann 7. júli síðastliðinn féll mikil skriða í Hítardal á Mýrum. Skripað féll úr Fagraskógarfjalli og stíflaði Hítará.

Loftmyndir hófu loftmyndaflug sumarsins 2018 með því að mynda skriðuna. Búið er að vinna myndirnar og miðað við þær mælingar sem starfsmenn Loftmynda hafa gert á þeim er stærð skriðunnar einhversstaðar á bilinu 7,1 til 7,5 milljón rúmmetrar. Mesta lækkun á fjallinu er 86 metrar og skriðan er 20 metra á þykkt þar sem hún er þykkust. Flatarmál svæðisins sem hún fór yfir er u.þ.b. 4,5 ferkílómetrar.

Skriðan séð úr flugvél Loftmynda ehf.

Mynd tekin úr flugvél Loftmynda ehf.