Loftmyndir ehf.

Öryggisnúmer

Hnitsett öryggisnúmer fyrir sumarhús

Við hjá Loftmyndum ehf höfum gert samkomulag við Landssamband sumarhúsaeigenda um útgáfu öryggisnúmera fyrir sumarhús í samráði við Neyðarlínuna 112. Grundvöllur samkomulagsins eru GPS-staðsettar loftmyndir okkar af öllu landinu sem gera Loftmyndum kleift að færa inn nákvæma staðsetningu sumarhúsa tengdu neyðarnúmeri í gagngrunn Neyðarlínunnar 112.

Öryggisnúmer er hægt að panta hjá Loftmyndum í síma 540 2500 eða með tölvupósti á netfangið loftmyndir@loftmyndir.is

Verð er 25.000 kr. eingreiðsla.