Loftmyndir ehf.

Fréttir

Loftmyndaflugi sumarið 2017 lokið

Flugtímabili Loftmynda ehf. lauk þann 1. september síðastliðinn. Eins og undanfarin ár var myndað úr Partenavia P68  flugvél Garðaflugs ehf.

Óhætt er að segja að sjaldan hafi myndataka gengið betur en nú. Starfsmenn Loftmynda voru 115 tíma á lofti og tóku yfir 21 þúsund loftmyndir eða um 20 Tb af gögnum. Þessar myndir þekja u.m.þ. 30.000 ferkílómetra.

Stafræn Vexcel Ultra Cam Falcon Mark2 myndavél Loftmynda ehf. skilar bæði litmyndum og innrauðum myndum í betri gæðum en áður hefur þekkst hér á landi.

Loftmyndaflug 2017

Filmu- og kontaktmyndasafn Loftmynda ehf. til varðveislu hjá Þjóðskjalasafni Íslands

Loftmyndir ehf. og Þjóðskjalasafn Íslands hafa gert samkomulag um varðveislu loftmyndasafns Loftmynda ehf. Í safninu eru allar loftmyndafilmur og kontaktmyndir sem Loftmyndir ehf. hafa tekið frá upphafi. Safnið spannar árin 1996 til 2016 og eru í því litmyndir af öllu landinu, utan Vatnajökuls, ríflega 52 þúsund myndir.

Öllum notendum Þjóðskjalasafns verður heimilt að fá myndir og filmur til skoðunar á lestrarsal Þjóðskjalasafns. Höfundarréttur Loftmynda ehf. er samkvæmt gildandi lögum, þannig að engar takmarkanir verða á afnotarétti að liðnum 30 árum frá tökudegi hverrar myndar.

Loftmyndir ehf. fagna þessu samkomulagi, því það tryggir að mikilvægum sögulegum gögnum er komið í öruggt skjól og að aðgangur almennings að myndasafninu er tryggður.

Óafsfjörður 1996