Loftmyndir ehf. er eini aðilinn á Íslandi sem á og rekur búnað til loftmyndatöku. Fyrirtækið getur því boðið loftmyndatöku með stuttum fyrirvara allt árið.
Í loftmyndatöku er notuð stafræn loftmyndavél af gerðinni Vexcel UltraCam Falcon M2.
Frá árinu 1996 hafa Loftmyndir árlega tekið myndir í eigið safn. Í safninu eru nú til myndir af öllu íslandi og tímaseríur af ýmsum svæðum sem flogin hafa verið reglulega. Yfirlit yfir flug hvers árs má nálgast í tenglunum hér.
Flogið er í mismunandi flughæðum en greinihæfni og gæði myndanna er í beinu sambandi við flughæð:
- Lágflug: 4.500 ft (~1400 m). Öll þéttbýlin og stærri sumarbústaðasvæði eru mynduð með lágflugi.
- Miðflug: 10.000 ft (~3000 m). Dreifbýli, láglendi og allt hálendið eru flogin í þessari hæð.
Loftmyndir ehf. viðhalda safni sínu og endurnýja myndir með reglubundnum hætti. Allir þéttbýlisstaðir og stærri sumarbústaðasvæði eru flogin á 1-4 ára fresti, dreifbýli/láglendi á 3 – 10 ára fresti og hálendi á 15 – 20 ára fresti. Alls er áætluð árleg endurnýjun um 8.000 km2.